Sleppa ekki frá skuldunum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Eggert Jóhannesson

„Þessi dóm­ur snýr aðallega um forms­atriði máls­ins þannig að það er vafa­samt að það sé hægt að draga af hon­um víðtæk­ar álykt­an­ir. Ég held að það detti eng­um í hug að álykta sem svo að menn sleppi frá skuld­um sín­um,“ seg­ir Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri SVÞ, um dóm Hæsta­rétt­ar um geng­islán. 

„Hæstirétt­ur læt­ur því ósvarað hvað kem­ur í staðinn. Það er eng­in vara­krafa höfð uppi í mál­inu. Er það vísi­tölu­bind­ing og vext­ir? Þessu er ekki svarað og álykt­un­in sem maður hlýt­ur að draga er að stjórn­völd verði að höggva á hnút­inn og það er það sem ég er að kalla eft­ir.

Það heyr­ir und­ir stjórn­völd að höggva á þenn­an hnút. Ég veit ekki bet­ur en að þingið eigi að koma sam­an í næstu viku og taka fyr­ir það sem út af stend­ur í skulda­vanda heim­il­anna. Lausn á þess­ari óvissu hlýt­ur að koma inn í þenn­an pakka.“

Stjórn­völd höggvi á hnút­inn

- Hvað felst í því að höggva á hnút­inn?

„Stjórn­völd verða að koma með út­spil, hvert sem það verður, sem leys­ir úr þess­ari óvissu. Eins og ég skil málið eru menn áfram í óvissu með það hvaða viðmið eiga þá að koma í staðinn fyr­ir þessa geng­is­trygg­ingu.

Á að miða áfram við þetta hefðbundna, vísi­tölu­bind­ingu og samn­ings­vexti, eða eitt­hvað annað? 

Vegna þess að dóm­ur­inn fjall­ar ein­vörðungu um forms­atriði máls­ins en ekki efn­is­atriði þess er þessi óvissa til staðar og henni er í raun ósvarað. Ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að bíða eft­ir öðru dóms­máli sem svar­ar þeirri spurn­ingu.

Það eru eng­ir aðrir en stjórn­völd í sam­vinnu við fjár­mála­stofn­an­ir sem geta kom­ist að ein­hverri niður­stöðu um það hvaða viðmið eigi að viðhafa. Væru menn ekki sátt­ir við það mætti sjá fyr­ir sér að slíkt mál endi líka fyr­ir dómi.“

- Mun þetta ráða úr­slit­um fyr­ir hluta af þínum fé­lags­mönn­um?

„Ég mundi ætla að svo væri. Það eru gíf­ur­lega mörg fyr­ir­tæki sem eru skuld­sett og mörg aðild­ar­fé­laga okk­ar sem eru með er­lend lán. Þetta hlýt­ur því að hafa bein eða óbein áhrif á stöðu þeirra.“

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ).
Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ). Val­dís Þórðardótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert