Stefán Sölvi sá sterkasti

Stefán Sölvi fór létt með 200 kílóa steinhellu. Birt með …
Stefán Sölvi fór létt með 200 kílóa steinhellu. Birt með leyfi höfundar. Ljósmynd/Sunna Hlín

Stefán Sölvi Pétursson aflraunamaður vann keppnina Sterkasti Maður Íslands 2010 sem haldin var í dag, þjóðhátíðardaginn. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1985 af Hjalta Úrsus mótshaldara og er eitt það elsta sinnar tegundar í heiminum.

Keppt var í 8 greinum þann 16. og 17. júní í góðu veðri og lagði fjöldi áhorfenda lleið sína til að bera kraftajötnanna augum. Á eftir Stefáni Sölva var í 2. sæti Benedikt Magnússon og þriðji var Hafþór Júlíus Björnsson.

Stefán Sölvi er á leiðinni til Skotlands núna um helgina til keppni á hálandaleikum og svo keppir hann 26.júní á stóru alþjóðlegu kraftamóti í Storefjell í Noregi. Stefán er að eigin sögn í góðu formi en hann keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Sterkasti Maður Heims síðar á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert