Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf einstaklinga Fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Meðal þeirra sem hlutu orðuna er Gísli Örn Garðarsson leikari og Helena Eyjólfsdóttir söngkona.
Þeir sem hlutu orðuna í stafrófsröð eru:
- Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Frakklandi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar
- Gísli Örn Garðarsson leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar leiklistar
- Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði útsaums og þjóðlegrar menningar
- Guðrún Nordal forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra fræða
- Helena Eyjólfsdóttir söngkona, Akureyri, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
- Hjalti Pálsson ritstjóri og fyrrverandi héraðsskjalavörður, Skagafirði, riddarakross fyrir framlag til héraðssögu, fræða og menningar
- Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks atvinnulífs og útflutnings
- Jónas Þórir Þórisson forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til líknarmála og hjálparstarfs
- Kristbjörn Þór Árnason skipstjóri, Húsavík, riddarakross fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi
- Magðalena Sigríður Hallsdóttir fyrrverandi formaður Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar, Siglufirði, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra og sjúkra
- Marga Ingeborg Thome prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismenntunar og rannsókna
- Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis