Funda um gengistryggð lán

Sameiginlegur fundur nefndanna hófst klukkan 10.
Sameiginlegur fundur nefndanna hófst klukkan 10. mbl.is/Kristinn

Klukkan 10 hófst sameiginlegur fundur efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar Alþingis. Þar er fjallað um dóma Hæstaréttar um gengistryggð lán, en dómarnir féllu nú á miðvikudag.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar í málum um gengistryggð bílalán sem féll á miðvikudag er öll gengistrygging lánsfjár í íslenskum krónum ólögmæt. Er þetta samdóma álit sérfróðra lögfræðinga en í dóminum segir orðrétt: „Lög nr. 38/2001 [um vexti og verðtryggingu] heimila ekki að lán í íslenskum krónum séu verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla.“

Eru því ákvæði allra gerðra lánasamninga um lán í íslenskum krónum sem kveða á um gengistryggingu ólögleg og ekki skuldbindandi fyrir samningsaðila. Engu máli skiptir að ekki hafi verið dæmt um samningana; samkvæmt meginreglum samningaréttar eru ólögmæt samningsákvæði almennt ekki bindandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert