Heilbrigðiskostnaður nemi 41,5 milljónum

Þegar askan dundi yfir
Þegar askan dundi yfir mbl.is/Golli

Heil­brigðisráðherra hef­ur skipað stýri­hóp til að vinna að vís­inda­rann­sókn á heilsu­fars­leg­um áhrif­um eld­goss­ins til langs tíma á íbúa lands­ins í ljósi þeirra áhrifa sem eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli get­ur haft á heilsu lands­manna. Þetta kem­ur fram á heimasíðu ráðuneyt­is­ins. Sér­stak­lega á að skoða þá sem bú­sett­ir eru ná­lægt eld­stöðinni.

Sam­kvæmt grein­ar­gerð heil­brigðisráðherra um áætlaðan kostnað heil­brigðisþjón­ust­unn­ar vegna eld­goss­ins árið 2010, hef­ur Heil­brigðisráðuneytið tekið þá ákvörðun að all­ur kostnaður vegna heil­brigðisþjón­ustu útaf eld­gos­um í Eyja­fjalla­jökli fari um sér­stak­an fjár­lagalið sem er í hönd­um sótt­varna­lækn­is fyr­ir hönd ráðuneyt­is­ins. Sótt­varna­lækn­ir afl­ar upp­lýs­inga um áætlaðan kostnað frá viðkom­andi aðilum og legg­ur fyr­ir ráðherra.

Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands, Land­spít­al­inn og sótt­varna­lækn­ir hafa áætlað kostnað heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á þessu ári vegna goss­ins en áætl­un­in er háð óvissu þar sem ekki er vitað á þess­ari stundu um fram­hald máls­ins.

Að mati Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands er gert ráð fyr­ir auk­inni heil­brigðisþjón­ustu og áfalla­hjálp næstu mánuði með auk­inni vinnu sál­fræðinga, lækna og hjúkr­un­ar­fræðinga. Einnig er það mat sál­fræðiþjón­ustu geðsviðs Land­spít­al­ans að þörf sé á þjón­ustu við áfalla­hjálp næstu mánuði.

Að beiðni sótt­varna­lækn­is hef­ur Land­spít­al­inn gert mat á kostnaði vegna sér­staks rann­sókn­art­eym­is vegna önd­un­ar­færa- og bólgu­sjúk­dóma af völd­um gos­efna hjá þeim sem eru með ein­kenni um sjúk­dóm eða eru með und­ir­liggj­andi hjarta og lungna­sjúk­dóma.

Einnig er innifal­inn kostnaður vegna vinnu geðhjúkr­un­ar­fræðings við sam­ræm­ingu áfalla­hjálp­ar, al­manna­varn­ir og skipu­lag bráðaþjón­ustu, breyt­ing­ar á vökt­um og ýmis búnaður til varn­ar ösku svo sem önd­un­ar­grím­ur og hlífðargler­augu og fleira. Sam­tals nem­ur heild­ar­kostnaður stofn­an­anna þriggja við áætl­un­ina um 41,5 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert