Auglýsingakostnaður Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar nam 11,8 milljónum króna. Það er 800.000 krónum yfir 11 milljóna króna hámarkinu sem forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins gerðu með sér fyrir kosningar.
Creditinfo birtir tölur yfir kostnað vegna framboða flokkanna á landsvísu. Samfylkingin greiddi 10,2 milljónir kr., VG greiddi 6,8 milljónir og Framsókn greiddi 2,4 milljónir.
Fram kemur á vef Creditinfo að í aðdraganda sveitastjórnakosninganna 2010 hafi forsvarsmenn Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs farið þess á leit við Creditinfo að fyrirtækið færi með eftirlit með auglýsingakostnaði flokkanna í kosningabaráttunni.
Flokkarnir gerðu á
milli sín samkomulag þar sem kveðið var á um að hámark kostnaðar vegna
framboða flokkanna á landsvísu yrði 11 milljónir fyrir hvern flokk.
Samkomulagið náði yfir auglýsingar í helstu ljósvaka- og netmiðlum og
dagblöðum á landsvísu.
Við eftirlitið var stuðst við upplýsingar frá flokkunum, fjölmiðlum og auglýsingastofum.
Creditinfo vill jafnframt koma eftirfarandi á framfæri: