Tekur til varna gegn EFTA

Úr myndasafni. Málið varðar réttindi erlends launafólks á Íslandi.
Úr myndasafni. Málið varðar réttindi erlends launafólks á Íslandi. MorgunblaðiðSteinunn Ásmundsdóttir

„Við telj­um okk­ur hafa skýr og efn­is­leg rök fyr­ir öllu sem við höf­um verið að gera og það verður að koma í ljós fyr­ir dóm­stóln­um hvernig okk­ur geng­ur að skýra þenn­an málstað,“ seg­ir Árni Páll Árna­son fé­lags­málaráðherra um þá ákvörðun rík­is­ins að taka til varna fyr­ir EFTA-dómtóln­um.  

Íslenska ríkið mun þannig grípa til varna gegn EFTA-dóm­stóln­um í kjöl­far þeirr­ar ákvörðunar Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA að stefna ís­lenska rík­inu fyr­ir dóm­stóln­um á þeim grund­velli að lög um skyld­ur er­lendra fyr­ir­tækja á Íslandi sam­ræm­ist ekki ákvæðum EES-samn­ings­ins en slysa­trygg­ing­ar heyra und­ir þær skyld­ur. 

Telja sig hafa farið að öll­um til­mæl­um

Árni Páll seg­ir ríkið hafa komið til móts við sjón­ar­mið dóm­stóls­ins. 

„Við höf­um farið að öll­um til­mæl­um sem við telj­um að sé hægt að túlka sem at­huga­semd­ir við ein­hvers kon­ar sam­keppn­is­hindr­an­ir sem þarn­ar kunna að vera og það er gert í lög­gjöf sem er nú kom­in í gegn­um þingið.

Út af standa þessi atriði og kröf­ur um hvort menn upp­fylli lág­marks­ákvæði kjara­samn­inga um sjúkra­trygg­ing­ar og því um líkt. Við telj­um þetta ein­fald­lega mjög mik­il­væg­an þátt í þeirri um­gjörð sem við höf­um sett um samn­inga við aðila vinnu­markaðar­ins um lág­marks­kjör sem gildi þá líka gagn­vart starfs­manna­leig­um og er­lendu vinnu­afli hér á landi.

Við vilj­um ein­fald­lega láta reyna á það kerfi sem við höf­um haft og hef­ur verið mjög til góðs fyr­ir ís­lensk­an vinnu­markað og hjálpað okk­ur að koma í veg fyr­ir fé­lags­leg und­ir­boð. Við hyggj­umst verja það af fullu og öllu afli og láta á það reyna fyr­ir dómn­um hvort okk­ar skiln­ing­ur sé ekki full­nægj­andi að þessu leyti.“

Upp­fylli lág­marks­kjör á ís­lensk­um vinnu­markaði

Árni Páll seg­ir rík­i­s­tjórn­ina telja sig hafa sterk, efn­is­leg rök í mál­inu.

„Við höf­um líka tekið skýrt fram við Eft­ir­lits­stofn­un EFTA hvort að það sé í þessu auk­in krafa um tvö­falda trygg­ingu, það er að segja ef starfs­fólk fyr­ir­tækj­anna sé tryggt í heima­land­inu með öðrum hætti að þá komi sú trygg­ing til frá­drátt­ar en að upp­fylla þurfi lág­marks­kjör á ís­lensk­um vinnu­markaði.

Við telj­um okk­ur hafa skýr og efn­is­leg rök fyr­ir öllu sem við höf­um verið að gera og það verður að koma í ljós fyr­ir dóm­stóln­um hvernig okk­ur geng­ur að skýra þenn­an málstað. Það hafa auðvitað verið mis­mun­andi sjón­ar­mið milli ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins hvaða áhersl­ur ber að leggja í þess­um efn­um.“

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­inu að það telji að „ákvæðum laga um rétt út­sendra starfs­manna til launa vegna veik­inda og slysa og til slysa­trygg­inga verði ekki breytt þar sem um mik­il­væg rétt­indi sé að ræða“.

Varðar lög frá ár­inu 2007

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: 

„Því hef­ur ekki verið orðið við kröf­um Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA um af­nám þeirra og mun ís­lenska ríkið grípa til varna fyr­ir EFTA dóm­stóln­um.

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um hef­ur Eft­ir­lits­stofn­un EFTA ákveðið að stefna ís­lenska rík­inu fyr­ir EFTA dóm­stól­inn á þeim for­send­um að lög frá ár­inu 2007 um skyld­ur er­lendra fyr­ir­tækja sem senda starfs­menn sína til tíma­bund­inna starfa á Íslandi sam­ræm­ist ekki ákvæðum EES-samn­ings­ins um frjálsa þjón­ust­u­starf­semi né ákvæðum til­skip­un­ar um úr­senda starfs­menn. 

Fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneytið hef­ur í sam­skipt­um við EFTA lagt áherslu á nauðsyn þess að halda inni í lög­un­um ákvæðum um rétt út­sendra starfs­manna til launa í veik­inda- og slysa­til­vik­um og rétt þeirra til slysa­trygg­inga vegna and­láts, var­an­legs lík­ams­tjóns og tíma­bund­ins missis starfs­orku. Er það álit ráðuneyt­is­ins að þarna sé um mik­il­væg grund­vall­ar­rétt­indi að ræða sem ekki verði fallið frá fyrr en að full­reyndu, því verði skiln­ing­ur Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA staðfest­ur muni það setja í upp­nám þær marg­háttuðu varn­ir sem hér hef­ur verið komið upp á und­an­förn­um árum gegn fé­lags­leg­um und­ir­boðum.

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA hef­ur ekki fall­ist á rök­semd­ir Íslands í þessu máli. Íslensk stjórn­völd hafa aft­ur á móti ákveðið að láta reyna á sjón­ar­mið sín fyr­ir dómi og munu ekki hvika frá þeirri stefnu sem þau hafa markað til varn­ar fé­lags­leg­um und­ir­boðum nema á grund­velli skýrra fyr­ir­mæla EFTA dóm­stóls­ins.“

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.
Árni Páll Árna­son, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert