„Verði þjóð meðal þjóða“

Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel. Reuters

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í fararbroddi í baráttunni fyrir frjálsum viðskiptum milli ríkja og foringjar flokksins lagt grunn að þeirri stefnu þjóðarinnar að eiga náið samstarf við vestrænar vinaþjóðir,“ segir í ályktun Sjálfstæðra Evrópumanna sem fagna aðildarviðræðum við ESB.

Fram kemur í ályktuninni að Sjálfstæðir Evrópumenn líti svo á að með inngöngu í ESB geti Ísland orðið „þjóð meðal þjóða“. 

Rifjað er upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft forystu við inngöngu Íslands í NATO, EFTA og Evrópska efnahagssvæðið. „Sagan sannar að allt voru þetta gæfuspor fyrir þjóðina,“ segir í ályktuninni þar sem vikið er að málflutningi Evrópusambandsandstæðinga.

„Þeir sem staðið hafa á móti inngöngu Íslands í þessi alþjóðasamtök hafa ætíð beitt hræðsluáróðri sem átti ekki við rök að styðjast, til dæmis um að landið tapaði sjálfstæði. Þvert á móti hefur þátttaka Íslands tryggt að rödd okkar hefur heyrst á alþjóðavettvangi. Andstæðingar þess að stíga þessi spor á sínum tíma njóta virðingar í samræmi við dóm sögunnar.“

Undir ályktunina skrifa stjórnarmenn í samtökunum en þeir eru: Benedikt Jóhannesson, formaður, Baldur Dýrfjörð, Halldór Halldórsson, Hanna Katrín Friðriksson, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Pawel Bartoszek og Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Ályktunina í heild sinni má nálgast hér.

Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, á stofnfundi félagsins Sjálfstæðra Evrópumanna.
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, á stofnfundi félagsins Sjálfstæðra Evrópumanna. Ljósmynd/sterkaraisland.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert