„Verði þjóð meðal þjóða“

Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel. Reuters

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alltaf verið í far­ar­broddi í bar­átt­unni fyr­ir frjáls­um viðskipt­um milli ríkja og for­ingj­ar flokks­ins lagt grunn að þeirri stefnu þjóðar­inn­ar að eiga náið sam­starf við vest­ræn­ar vinaþjóðir,“ seg­ir í álykt­un Sjálf­stæðra Evr­ópu­manna sem fagna aðild­ar­viðræðum við ESB.

Fram kem­ur í álykt­un­inni að Sjálf­stæðir Evr­ópu­menn líti svo á að með inn­göngu í ESB geti Ísland orðið „þjóð meðal þjóða“. 

Rifjað er upp hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi haft for­ystu við inn­göngu Íslands í NATO, EFTA og Evr­ópska efna­hags­svæðið. „Sag­an sann­ar að allt voru þetta gæfu­spor fyr­ir þjóðina,“ seg­ir í álykt­un­inni þar sem vikið er að mál­flutn­ingi Evr­ópu­sam­bandsand­stæðinga.

„Þeir sem staðið hafa á móti inn­göngu Íslands í þessi alþjóðasam­tök hafa ætíð beitt hræðslu­áróðri sem átti ekki við rök að styðjast, til dæm­is um að landið tapaði sjálf­stæði. Þvert á móti hef­ur þátt­taka Íslands tryggt að rödd okk­ar hef­ur heyrst á alþjóðavett­vangi. And­stæðing­ar þess að stíga þessi spor á sín­um tíma njóta virðing­ar í sam­ræmi við dóm sög­unn­ar.“

Und­ir álykt­un­ina skrifa stjórn­ar­menn í sam­tök­un­um en þeir eru: Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður, Bald­ur Dýr­fjörð, Hall­dór Hall­dórs­son, Hanna Katrín Friðriks­son, Sigrún Ingi­björg Gísla­dótt­ir, Pawel Bartoszek og Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir.

Álykt­un­ina í heild sinni má nálg­ast hér.

Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, á stofnfundi félagsins Sjálfstæðra Evrópumanna.
Bene­dikt Jó­hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Talna­könn­un­ar, á stofn­fundi fé­lags­ins Sjálf­stæðra Evr­ópu­manna. Ljós­mynd/​sterk­arais­land.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert