Viðbrögð stjórnvalda hafi gert illt verra

Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins.
Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins. mbl.is/Ernir

„Ég tel að viðbrögð fyrri ríkisstjórnar hafi gert ástandið illt verra fyrir Ísland,“ sagði Diana Wallis, sem tók þátt í umræðufundi um kreppuna á Íslandi í danska þinginu, sem fram fór í gær. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs.

Wallis er varaforseti Evrópuþingsins og félagi í frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi, sem nú er á aðild að bresku stjórninni ásamt Íhaldsflokknum.

Fram kemur á vef Norðurlandaráðs að stjórnmálamenn og sérfræðingar hafi leitað svara við spurningunum: „Hverjar voru ástæður efnahagskreppunnar á Íslandi haustið 2008 og hvernig eiga Íslendingar að bregðast við núna?“Fundurinn fór fram í Kristjánsborgarhöll.

„Ísland getur nú verið komið í aðstöðu til að leggja öðrum lið,“ er haft eftir Wallis. Hún hafi vísað til þess að Íslendingar séu fyrsta þjóðin í Evrópu sem verði fyrir þeim dramatísku áhrifum sem fjármálakreppan hafði í för með sér, og þess vegna geti reynsla þeirra orðið mikils virði fyrir aðrar Evrópuþjóðir sem lendi í kröggum.

Þá segir að Wallis hafi lagt áherslu á að Íslendingar hefðu margt fram að færa á vettvangi Evrópusambandsins  á sama hátt og  ESB gæti gert mikið fyrir Ísland, en aðild að ESB og Evrusvæðinu myndi ekki tryggja Íslandi neina töfralækningu. Breytingar yrðu að koma innan frá.

„Það voru stjórnmálamennirnir sem brugðust, ekki markaðurinn“, sagði Lars Chrisensen, yfirmaður greiningardeildar Danske bank, þegar hann skýrði bankahrunið á Íslandi haustið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert