Stjórnvöld leiti heildstæðrar sáttar um skuldauppgjör

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. mbl.is/Eggert

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að flestir virðist deila með sér þeirri skoðun að dómar Hæstaréttar um gengisbundin lán hafi víðtækt og mikið fordæmisgildi. Sammæli virðist m.a. um að dómarnir nái m.a. til sambærilegra íbúðarlána, segir Gísli.

Hann átti í dag fjóra fundi með efnihags- og skattanefnd og viðskiptanefnd Alþingis á sameiginlegum fundi. Einnig þingmönnum, Hagsmunasamtökum heimilanna, lögmönnum og öðrum fulltrúum neytenda. Svo sitthvorn fundinn með dómsmálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra.

Gísli segist hafa hvatt til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að heildstæðri sátt - með löggjöf eða eftir mati gerðardóms - um heildstætt uppgjör og mat á réttarstöðu neytenda og kröfuhafa.

Talsmaður neytenda vill vara banka og aðrar fjármálastofnanir við að leitast við að þrengja fordæmisgildi hæstaréttardómanna eða sniðganga dómana - eins og vísbendingar hafa því miður komið fram um.

Sjá nánar á vef talsmanns neytenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert