Bíða enn í óvissu um réttaráhrif dómanna

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, …
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, og Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, bíða eftir fundi þingnefndanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fund­ir í þing­nefnd­um og í rík­is­stjórn virðast hafa skilað fáu öðru en því að stjórn­völd hyggj­ast bíða eft­ir frek­ari viðbrögðum fjár­mála­fyr­ir­tækja við dóm­um Hæsta­rétt­ar um að geng­is­tryggð lán hafi verið ólög­mæt.

„Það hef­ur verið kallað eft­ir ein­hvers­kon­ar leiðsögn um hvernig eigi að vinna úr þess­um mál­um. Það er verið að skoða hvort það sé æski­legt. Ætl­un­in með slíkri leiðsögn verður ekki að taka rétt af nein­um og þá allra síst af lán­tak­end­um. Það er til skoðunar núna,“ sagði Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í gær.

Þá hafa Spron og Frjálsi fjár­fest­ing­ar­bank­inn sent viðskipta­vin­um sín­um bréf þess efn­is að rétt­arstaða þeirra sé óbreytt. Samn­ing­ar þeirra hafi ekki verið sam­bæri­leg­ir þeim sem Hæstirétt­ur dæmdi ólög­mæta.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert