Eyvindur G. Gunnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir nýfallinn dóm Hæstaréttar um gengistryggingu lána algerlega fordæmisgefandi.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hann óþarfa að höfða nýtt mál um húsnæðislánin.
Niðurstaða Hæstaréttar sé skýr og eigi við um öll gengistryggð lán, hvort sem þau séu bílalán, húsnæðislán eða eitthvað annað. Það sé búið að dæma um „prinsippið“.