„Halda eða sleppa,“ spyr Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, sem mun reyna að ná maríulaxi sínum þegar hann opnar Elliðaárnar á morgun. Jón kveðst þó vera frekar seinheppinn veiðimaður, að því er fram kemur í dagbók borgarstjóra.
„Ég er frekar seinheppinn veiðimaður almennt séð. Ég hef einu sinni farið í laxveiðiá
þar sem ég veiddi sjóbirting með því að flækja hann í línunni á einhvern óskiljanlegan hátt. Menn sögðust aldrei hafa séð annað eins. Ætli ég veiði ekki lúðu á morgun eða eitthvað álíka. Svo er spurningin: Halda eða sleppa,“ spyr borgarstjóri.