Hvernig líta göturnar út án bíla?

Gísli Marteinn stjórnar myndatökunni í dag. Myndunum er ætlað að …
Gísli Marteinn stjórnar myndatökunni í dag. Myndunum er ætlað að benda á óæskileg áhrif einkabílsins á umhverfið. mbl.is/Eggert

Hvernig líta göturnar út án bíla? Myndir, sem eiga annars vegar að sýna fjölda fólks gangandi á götu og hins vegar sama fjölda nema þá hvern á sínum bíl, verða notaðar við að benda á einn neikvæðan þátt einkabílanotkunarinnar.

Unnið var að því að taka myndirnar í dag á Melhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Hugmyndina átti Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, en hún er að erlendri fyrirmynd. 

Sigrún Helga Lund, stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífsstíl, segir myndir sem þessar vera frægar í skipulagsfræðum. Þær gefi sláandi mynd af fylgifiskum bílanotkunar.

Myndatakan er unnin í sjálfboðavinnu og í samstarfi við íbúa á Melhaga. Birgir Ísleifu Gunnarsson, ljósmyndari, tók myndirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert