Hvernig líta göturnar út án bíla?

Gísli Marteinn stjórnar myndatökunni í dag. Myndunum er ætlað að …
Gísli Marteinn stjórnar myndatökunni í dag. Myndunum er ætlað að benda á óæskileg áhrif einkabílsins á umhverfið. mbl.is/Eggert

Hvernig líta göt­urn­ar út án bíla? Mynd­ir, sem eiga ann­ars veg­ar að sýna fjölda fólks gang­andi á götu og hins veg­ar sama fjölda nema þá hvern á sín­um bíl, verða notaðar við að benda á einn nei­kvæðan þátt einka­bíla­notk­un­ar­inn­ar.

Unnið var að því að taka mynd­irn­ar í dag á Mel­haga í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Hug­mynd­ina átti Gísli Marteinn Bald­urs­son, borg­ar­full­trúi, en hún er að er­lendri fyr­ir­mynd. 

Sigrún Helga Lund, stjórn­ar­maður í sam­tök­um um bíl­laus­an lífs­stíl, seg­ir mynd­ir sem þess­ar vera fræg­ar í skipu­lags­fræðum. Þær gefi slá­andi mynd af fylgi­fisk­um bíla­notk­un­ar.

Mynda­tak­an er unn­in í sjálf­boðavinnu og í sam­starfi við íbúa á Mel­haga. Birg­ir Ísleifu Gunn­ars­son, ljós­mynd­ari, tók mynd­irn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert