Fréttaskýring: Ójafnvægi á milli strandveiðisvæða

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Strand­veiðar, sem hóf­ust til bráðabirgða á síðasta ári og fest­ar voru í sessi með laga­setn­ingu í apríl sl., eru nú í full­um gangi, en veiðitíma­bilið í ár er frá maí og til loka ág­úst. Eitt af því sem gagn­rýnt hef­ur verið í fyr­ir­komu­lagi veiðanna er ójafn­vægi á milli þeirra fjög­urra strand­veiðisvæða sem land­inu er skipt upp í þegar kem­ur að út­hlut­un kvóta. Á tveim­ur þeirra, svæðum A og D, hef­ur kvót­inn klár­ast þegar til­tölu­lega skammt hef­ur verið liðið á veiðitíma­bil­in, sem er almanaksmánuður­inn, á meðan hann hef­ur dugað út tíma­bilið á svæðum B og C og jafn­vel rúm­lega það.

Ráðherra hef­ur valdið

Örn seg­ir að ým­is­legt spili þarna inn í, ekki síst það hversu vel veiðist á hverju svæði á hverj­um tíma. Þá skipti einnig miklu máli sá fjöldi báta sem gerður er út á hverju svæði. Þannig séu yfir 200 bát­ar gerðir út á svæði A, sem m.a. Vest­f­irðir til­heyra, en mun færri bát­ar séu gerðir út á svæðum B og C. Staðan á milli svæða verði vænt­an­lega end­ur­skoðuð síðar í sum­ar og staðan jöfnuð á milli svæða , en sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi vald til þess að færa kvóta á milli þeirra.

Mis­jöfn vanda­mál

Vanda­málið er hins veg­ar þver­öfugt hjá Gísla Gunn­ari Odd­geirs­syni sem ger­ir út Sjöfn EA frá Greni­vík sem til­heyr­ir svæði B. Þar vant­ar fleiri veiðidaga frem­ur en meiri kvóta. Gísli seg­ir að ekki megi mikið út af bera svo veiða megi upp í út­hlutaðan kvóta. Ekki sé heim­ilt að stunda strand­veiðar nema fjóra daga í viku, alla­jafna, og þá geti veður alltaf sett strik í reikn­ing­inn. Hann seg­ir að á svæði B séu vissu­lega færri bát­ar um hit­una en á móti þurfi að hafa tals­vert meira fyr­ir því að hafa uppi á afl­an­um.

All­ur kvót­inn veidd­ur

Strand­veiðisvæði

» Svæði B nær frá Stranda­byggð á aust­an­verðum Vest­fjörðum til Grýtu­bakka­hrepps við aust­an­verðan Eyja­fjörð. » Svæði C teyg­ir sig frá Þing­eyj­ar­sveit í Þing­eyj­ar­sýslu og aust­ur að Djúpa­vogs­hreppi á Aust­fjörðum.

» Svæði D nær síðan frá Sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði og alla leið vest­ur að Borg­ar­byggð í Borg­ar­fjarðar­sýslu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert