Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það komi vel til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðji að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
„Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu,“ er haft eftir Össuri. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnarform.