Bótaskylda gæti skapast á ríkið ákveði Alþingi að breyta með lagasetningu gengistryggðum lánum, sem dæmd hafa verið ólögleg, í verðtryggð.
Lögfræðingar, sem Morgunblaðið talaði við, segja að nú þegar búið er að dæma lánin ólögleg sé líklegast að líta eigi á þau sem venjuleg óverðtryggð lán.
Verði þeim breytt með afturvirkum hætti í verðtryggð lán megi líta svo á að um eignaupptöku sé að ræða. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að slík lagasetning standi ekki til.