Samningar skuli standa

Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega.
Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega.

Guðmund­ur Andri Skúla­son, talsmaður Sam­taka lánþega, seg­ir eng­an vafa varðandi kom­andi upp­gjör lána í kjöl­far dóma Hæsta­rétt­ar, sem dæmdi geng­is­tryggð lán ólög­mæt.

Hann seg­ir málið sára­ein­falt og all­ar til­raun­ir til að gera það flókið séu til þess að ganga á rétt lánþega.

„Lána­samn­ing­arn­ir sem slík­ir voru nefni­lega ekki dæmd­ir ólög­leg­ir. Þeir standa óhaggaðir og rétt eins og fjár­mála­fyr­ir­tæk­in hafa hamrað á und­an­far­in miss­eri, þá skulu samn­ing­ar standa,“ seg­ir hann í til­kynn­ingu sem hann hef­ur sent fjöl­miðlum.

„Krafa okk­ar er skýr og frá henni verður ekki vikið. Samn­ing­ar skulu standa.
Vaxta­ákvæði samn­ing­anna eru skýr. End­ur­greiðslu­ákvæði samn­ing­anna eru skýr. Geng­is­trygg­inga­ákvæði samn­ing­anna er dæmt ólög­mætt, og því vikið frá. Samn­ings­fjár­hæðin er skýr,“ seg­ir hann.

Það sé ský­laus krafa lánþega að staðið verði við þessi skýru og lög­legu ákvæði samn­ing­anna verði staðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert