Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, segir engan vafa varðandi komandi uppgjör lána í kjölfar dóma Hæstaréttar, sem dæmdi gengistryggð lán ólögmæt.
Hann segir málið sáraeinfalt og allar tilraunir til að gera það flókið séu til þess að ganga á rétt lánþega.
„Lánasamningarnir sem slíkir voru nefnilega ekki dæmdir ólöglegir. Þeir standa óhaggaðir og rétt eins og fjármálafyrirtækin hafa hamrað á undanfarin misseri, þá skulu samningar standa,“ segir hann í tilkynningu sem hann hefur sent fjölmiðlum.
„Krafa okkar er skýr og frá henni verður ekki vikið. Samningar skulu standa.
Vaxtaákvæði samninganna eru skýr. Endurgreiðsluákvæði samninganna eru skýr. Gengistryggingaákvæði samninganna er dæmt ólögmætt, og því vikið frá. Samningsfjárhæðin er skýr,“ segir hann.
Það sé skýlaus krafa lánþega að staðið verði við þessi skýru og löglegu ákvæði samninganna verði staðið.