Þyrlupallurinn í Kolbeinsey er horfinn og eyjan sjálf mun brátt heyra sögunni til

Árið 1616 mun eyjan hafa mælst 700 metrar frá norðri …
Árið 1616 mun eyjan hafa mælst 700 metrar frá norðri til suðurs og 100 metrar frá austri til vesturs. 1903 voru málin 300x60.

Þyrlupall­ur­inn frægi í Kol­beins­ey heyr­ir nú sög­unni til og er lítið orðið eft­ir af sjálfri eyj­unni. Eyj­an var notuð til að ákv­arða miðlín­una á milli Íslands og Græn­lands.

Pall­ur­inn var steypt­ur þegar Íslend­ing­ar áttu í land­helg­is­deil­um við Græn­lend­inga og Dani. Einn helsti hvatamaður­inn að bygg­ingu palls­ins var Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sem þá var sam­gönguráðherra.

Þótt Kol­beins­ey hverfi brátt í sæ þá kem­ur það ekki að sök því samið var um miðlín­una árið 1997. Ítar­lega er fjallað um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert