Kvennahlaupið gekk ljómandi vel

Frá kvennahlaupinu. Talið er að um 6000 konur hafi hlaupið …
Frá kvennahlaupinu. Talið er að um 6000 konur hafi hlaupið í Garðabæ. mbl.is/Eggert

„Það gekk allt ljóm­andi vel um allt land,“ seg­ir Jóna Hild­ur Bjarna­dótt­ir, sviðsstjóri al­menn­ingsíþrótta­sviðs ÍSÍ en Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ var haldið í tutt­ug­asta og fyrsta sinn í dag, kvennadag­inn, 19. júní.

Hlaupið er út­breidd­asti og fjöl­menn­asti íþróttaviðburður sem hald­inn er á Íslandi ár hvert.

Bú­ist er við að um 15.500 kon­ur hafi tekið þátt að þessu sinni en hlaupið var á 85 stöðum hér á landi og á 16 stöðum er­lend­is. Jóna Hild­ur seg­ist ánægð með þátt­tök­una þó svo eitt­hvað færri hafi tekið þátt nú miðað við í fyrra. Þá var af­mæli Kvenna­hlaups­ins og tóku um 16.000 kon­ur þátt.

Stærsta hlaupið var í Garðabæ í dag en þátt­tak­end­ur þar voru í kring­um 6000. 

Yf­ir­skrift hlaups­ins í ár var „Kon­ur eru kon­um best­ar“ og var það unnið í sam­starfi við Kven­fé­laga­sam­band Íslands sem fagn­ar 80 ára af­mæli sínu á ár­inu.

Um þúsund­ir kvenna á öll­um aldri starfa í und­ir merkj­um Kven­fé­laga­sam­bands­ins og vinna eft­ir mark­mið þess en það er að stuðla að fram­fara­mál­um er varða vel­ferð barna, kvenna og heim­ila í land­inu og standa vörð um hag þeirra. Jafn­framt að efla fé­lags­leg tengsl og sam­vinnu kvenna, hvetja kon­ur til áhrifa í þjóðfé­lag­inu, veita kven­fé­lög­un­um stuðning og fræðslu og styðja mál er efla vináttu og frið meðal manna og þjóða nær og fjær. Kven­fé­laga­sam­bandið starfar með ýms­um fé­lög­um og sam­tök­um er láta sig varða mark­mið og hags­muna­mál þess.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert