„Batman“ í Eyjum

Leðurblakan sefur mikið.
Leðurblakan sefur mikið. mynd/Hlynur Georgsson

Sj­aldséður gest­ur dvelur nú í góðu yf­ir­læti í Fiska- og nátt­úr­ugri­pasafni Vestm­annaey­ja. Um er að ræða leðurblö­ku sem gerðist lau­m­u­farþegi í Arnar­f­elli, flutning­aski­pi Sams­ki­pa á dög­unum. Hún hef­ur m.a. verið kölluð Batm­an.

Sams­kip færði safninu svo leðurblö­kuna. „Við erum með hana hérna í búri, greyið. Hún er voðalega róleg. Hún sef­ur bara og sef­ur og hang­ir á löpp­unum,“ seg­ir Georg Skærin­g­sson, verkefnast­jóri hjá Þekking­arsetri Vestm­annaey­ja, í sa­mt­ali við mbl.is.

 Spurður út í teg­undina þá seg­ir Georg að hún kallist á ens­ku „little brown bat“ eða „litla brúna leðurblaka“. Hann seg­ir að slík dýr sé aðallega að finna í Kanada og Bandarík­j­unum. Það sé hins vegar ekki ljóst hvar leðurblakan ákvað að ger­ast lau­m­u­farþegi.

Georg seg­ir að bæj­ar­búar hafi sýnt blö­kunni mikinn áhuga. „Það er búið að vera mikil traff­ík um helg­ina,“ seg­ir hann og bætir við að bæði börn og fu­llorðnir vilji skoða dýrið.

„Ég veit nú ekki hv­ort þetta er í fy­rsta sinn sem það kem­ur lifandi leðurblaka hingað inn. Þetta er allavega ekki regl­uleg­ur viðburður,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert