Óskabyrjun í Laxá í Aðaldal

Veitt í Laxá í Aðaldal. Mynd úr safni.
Veitt í Laxá í Aðaldal. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Fyrsti lax sumarsins í Laxá í Aðaldal veiddist í morgun en fyrsti laxveiðidagur ársins er í dag í ánni.

Að sögn Orra Vigfússonar, formanns laxafélagsins, var laxinn hængur, 22 pund eða 103 cm langur. Veiðimaðurinn var Viðar Tómasson og veiddi hann á rauða Francis flugu.

„Þetta er algjör óskabyrjun,“ segir Orri en einnig var búið að veiða 20 punda hrygnu í morgun. 

Laxá í Aðaldal er stórlaxaá og veiddustu laxarnir við Núpafossbrún sem er aðal stórlaxasvæðið í ánni. 

Orri segir veiðiveður ekki hið ákjósanlegasta en hiti hefur farið í 20°C í dag.

Það stefni í góða aðsókn í ánna í sumar en flestir veiðimenn þar séu fastagestir ár eftir ár.

Þess ber að geta að báðum löxunum var sleppt að veiði lokinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert