Eldsneytisverð lækkar á ný

Olís hefur dregið 20 króna hækkun á eldsneytisverði til baka og er nú algengt verð hjá Olís 187 krónur lítrinn af bensíni. Skeljungur hefur hins vegar ekki dregið sína verðhækkun til baka og er nú bensínlítrinn dýrastur á stöðvum Skeljungs. Enn  sem fyrr en ódýrast að taka eldsneyti hjá Orkunni.

„Olís hækkaði verð á bensíni og dísil um 20 kr/ltr nú í morgun.  Eins og kom fram í tilkynningu samhliða breytingunni þá var verð komið langt undir það verð sem þarf til að standa undir eðlilegri verðmyndum miðað við innkaupsverð og gengi.  Nýtt verð tók mið af heimsmarkaðsverði og gengi nú í morgun og þrátt fyrir hækkun var verð með því lægsta sem gerist í okkar nágrannaríkjum.

Það er stefna félagsins að bjóða viðskiptavinum upp á samkeppnishæft verð og góða þjónustu og því lækkar félagið verð aftur um 20 kr/ltr.  Félagið vill árétta að lækkað verð tekur eingöngu mið af samkeppnis­ástæðum, en er allt of lágt sé miðað við heimsmarkaðsverð og gengi," segir í tilkynningu á vef Olís.

Á sama tíma hefur ÓB lækkað verð á eldsneyti um 20 krónur lítrann en félagið er í eigu Olís.

Hægt er að fylgjast með eldsneytisverði hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert