Hafdís sótti vélarvana bát

Björgunarbátur björgunarsveitarinnar Geisla á Fáskrúðsfirði, Hafdís, fór í útkallið.
Björgunarbátur björgunarsveitarinnar Geisla á Fáskrúðsfirði, Hafdís, fór í útkallið.

Björgunarbáturinn Hafdís sótti í dag vélarvana bát sem var úti við Boða, um 8-9 mílur utan við Fáskrúðsfjörð. Björgunin gekk greiðlega og var aldrei nein hætta talin á ferðum. Veður var gott og ölduhæð lítil.

Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvers vegna báturinn hefði orðið vélarvana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka