Hálfur milljarður í sektir

Flestir ferðamannanna eru teknir á 96-110 km/klst.
Flestir ferðamannanna eru teknir á 96-110 km/klst. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Á grundvelli mynda úr tíu stafrænum hraðamyndavélum sem staðsettar eru á völdum stöðum á landsbyggðinni voru gefnar út sektir fyrir um 500 milljónir króna í fyrra og af þeim innheimtust um 400 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.

Hraðakstursbrot sem myndvélarnar skrásetja eru um 40% af öllum umferðarlagabrotum í landinu.

Það vekur athygli að erlendir ökumenn bílaleigubíla skildu eftir sig ógreiddar hraðasektir fyrir um 50 milljónir króna í fyrra.

Langflestir fá sekt fyrir að aka á bilinu 96-110 kílómetra hraða á klukkustund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert