Af 500 milljóna aukafjárveitingu ríkissjóðs til viðhalds og endurbóta opinberra fasteigna í sumar verða 190 milljónir króna nýttar í viðhald heilbrigðis- og heilsugæslustofnana.
Aukafjárveitingunni er ætlað að stuðla að atvinnusköpun í byggingariðnaði.Verkefnin eru valin með það í huga að hægt verði að vinna þau í sumar, að því er segir á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Milljarður króna í viðhald
Alls verða 90 milljónir króna lagðar í viðhald á eignum Landspítala og 40 milljónir króna verða nýttar til endurbóta á húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá renna 60 milljónir króna til viðhalds og endurbóta á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Kristnesspítala.
Alls fer rúmur milljarður króna í viðhald og endurbætur á heilbrigðisstofnunum á öllu landinu í ár. Aukafjárveitingin nú þýðir verulega viðbót til viðhalds fasteigna á þeim stöðum sem hún rennur til og ljóst að hún kemur í mjög góðar þarfir.