Höskuldur: Lög skýr um endurgreiðslu

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson. Bragi Jósefsson

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að lög um vexti og verðtryggingu kveði skýrlega á um að ofgreidda vexti og annað endurgjald fyrir lánveitingu skuli endurgreiða. Telur hann að verðtrygging falli undir „annað endurgjald“ en í lögunum segir að slíkt endurgjald fyrir lánveitingu skuli endurgreiða sé það ofgreitt.

Kveður Höskuldur mikilvægt að ríkisstjórnin grípi ekki inn í það ferli sem nú er hafið, til dæmis með lagasetningu, varðandi gengistryggt lánsfé í kjölfar dóma Hæstaréttar um að gengistrygging sé ólögmæt. „Að færa vextina í átta prósent, vexti Seðlabankans, á sér í raun enga lagastoð og brýtur gegn efni samningsins,“ segir Höskuldur. Telur hann að umsamdir vextir eigi að standa óhreyfðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert