Hrósar Íslendingum

Brúðkaupsterta.
Brúðkaupsterta. Ásdís Ásgeirsdóttir

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hrósar íslensku ríkisstjórninni sérstaklega fyrir binda í lög að heimilt skuli að gefa saman samkynhneigð pör á Íslandi. Ísland sé aðeins níunda landið í heiminum til að stíga þetta skref. Pillay var í opinberri heimsókn á Íslandi fyrir helgi.

Vísaði hún þar til breytinga á hjúskaparlögum sem Alþingi samþykkti nýlega. Sjá má frumvarpið hér og feril málsins hér.

Fjallað er um málið á vef Sameinuðu þjóðanna en þar segir að hjónabönd samkynhneigðra séu lögleg í Belgíu, Kanada, Hollandi, Noregi, Portúgal, Suður Afríku, Spáni og Svíþjóð, ásamt nokkrum sambandsríkjum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Pillay jók einnig lofsorði á íslensk stjórnvöld fyrir að hafa styrkt sjálfstæði dómstóla og aukið tjáningarfrelsi.

Hún var sem fyrr segir í opinberri heimsókn hér á landi fyrir helgi en þetta mun vera í fyrsta sinn sem mannréttindafulltrúi SÞ kemur hingað til lands.

Pillay hitti marga að máli í heimsókn sinni, þar með talið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra og fjölda fræðimanna og annarra áhugamanna um mannréttindi.

Navi Pillay.
Navi Pillay.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert