„Hvað með fólkið með verðtrygginguna?“

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/ÞÖK

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr á heimasíðu sinni í dag hvað verði um þá Íslendinga sem eru með verðtryggð lán nú þegar útlit er fyrir að lánaskuldbindingar þeirra sem tóku gengistryggð lán eigi eftir að minnka verulega.

„Ýmsir – og það sennilega þeir gætnustu – tóku verðtryggð lán. Hvers eiga þeir að gjalda? Staða þeirra verður sýnilega miklu lakari en þeirra sem tóku gengisbundnu lánin. Þetta á klárlega við um bílalánin og væntanlega líka um önnur lán sem voru bundin sams konar skilmálum. Það gæti til dæmis átt við um íbúðalán; sum að minnsta kosti,“ skrifar Einar.

Einar segir ljóst að dómur Hæstaréttar muni greiða úr vanda margra sem sé vel en um leið muni hann „magna upp gríðarlega reiði, ef sá hluti almennings sem er að sligast undan verðtryggingunni, fær ekki ámóta leiðréttingu. Þá fyrst munum við sjá reiði almennings brjótast út. Það sem við höfum séð af slíku hingað til, verður hreinn barnaleikur í samanburðinum.“

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka