Lögreglan fær liðsauka

Flottir hvolpar
Flottir hvolpar Af vef lögreglunnar

Sjö hvolp­ar eru komn­ir í upp­eldi á heim­il­um þar sem þeir verða und­ir­bún­ir und­ir að starfa með lög­regl­unni við fíkni­efna­eft­ir­lit. Hvolp­arn­ir eru und­an Ellu og Nel­son, labra­dor-hund­um, sem hafa verið í þjón­ustu lög­reglu og toll­gæslu í mörg ár.

Lög­regla og toll­gæsla nota hunda sér til aðstoðar við lög­gæslu­störf með það að mark­miði að ein­falda og auka gæði skil­greindra verk­efna, t.a.m. á sviði eft­ir­lits, for­varna og lög­gæslu, sam­kvæmt lög­reglu­vefn­um.

Á síðustu árum hafa embætt­in flutt inn sér­valda hunda frá viður­kennd­um vinnu­hunda­rækt­end­um á Englandi og í Nor­egi. Hund­arn­ir hafa staðist ströng gæða- og per­sónu­leika­próf en koma óþjálfaðir til lands­ins. Þessi til­hög­un er kostnaðar­söm en var far­in sök­um þess hversu erfitt reynd­ist að finna hæfa hunda hér á landi.

„Í apríl mánuði á þessu ári steig embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, í sam­vinnu við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um og toll­gæsl­una fyrsta skrefið í rækt­un eig­in hunda til þjón­ustu við lög­reglu og toll­gæslu þegar fíkni­efna­leit­ar­hund­arn­ir Ella og Nel­son voru paraðir sam­an. Hund­arn­ir eru báðir af Labra­dor kyni og hafa verið í þjón­ustu lög­reglu og toll­gæslu í mörg ár. Árang­ur­inn af pör­un­inni eru sjö hvolp­ar sem nú eru orðnir liðlega átta vikna gaml­ir. Á næstu dög­um verður hvolp­un­um komið fyr­ir á heim­il­um þar sem þeir fá hefðbundið upp­eldi. Yfirþjálf­ar­ar lög­reglu og toll­gæslu fylgj­ast með hvolp­un­um með reglu­bundn­um hætti en þegar þeir hafa náð til­skyld­um aldri og þroska tek­ur við krefj­andi þjálf­un þar sem gert er ráð fyr­ir að þeir hæf­ustu verði komn­ir í þjón­ustu embætt­anna inn­an tveggja ára," seg­ir á vef lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert