Mál vegna gengistryggðra húsnæðislána bíða fyrirtöku

Friðrik Ó. Friðriksson.
Friðrik Ó. Friðriksson.

Mörg mál vegna gengis-tryggðra húsnæðislána bíða nú þess að verða tekin fyrir í dómskerfinu.

„Við vorum að undrast hversu fá mál væru í dómskerfinu sem snúast um gengistryggð lán og fengum þau svör að það væri fyrirtökustopp í slíkum málum þar sem menn vildu ekki eyða tíma dómskerfisins í þau fyrr en komnir væru fram fordæmisgefandi dómar,“ segir Friðrik Ó. Friðriksson, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Ljóst er í hans huga að dómur Hæstaréttar hefur fordæmisgildi fyrir húsnæðislán.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert