Olís hækkar verð um 20 krónur

Olís hækkaði í dag verð á bensíni og dísil um tuttugu krónur á lítra. Segir á vef fyrirtækisins að verð á bensíni og dísil sé nú langt undir því verði sem þarf til að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði. Ekkert annað olíufélag hefur fylgt hækkunum eftir í dag fyrir utan ÓB sem er í eigu Olís.

Algengt verð á bensínlítranum hjá Olís er nú 207 krónur og á lítranum af dísil 204 krónur. 

Á höfuðborgarsvæðinu kostar lítrinn af bensíni 186,30 krónur hjá Orkunni og lítrinn af dísil 183,30 krónur. Verðmunurinn er því tæplega 21 króna á lítrann.

Hjá Atlantsolíu kostar lítrinn af bensíni 186,70 krónur og algengt verð hjá N1 er 187 krónur lítrinn. Hjá Skeljungi er algengt verð á bensíni 188,90 krónur lítrinn.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert