„Það hefur komið skýrt fram á undanförnum dögum að mörg þau lönd sem eru andvíg hvalveiðum geta ekki fallist á neinar málamiðlanir sem fælu í sér takmarkaðar veiðar,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Tómas er staddur í Marokkó þar sem ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst á morgun, en undanfarna daga hafa farið fram óformlegir undirbúningsfundir. Hann segir ólíklegt að samþykkt verði málamiðlunartillaga formanns og varaformanns ráðsins, sem m.a. felur í sér minni veiðar en Hafró mælir með og bann við viðskiptum með hvalaafurðir.