Skapi þjóðarsátt um lánin

Talsmaður neytenda kallar eftir skýrri stefnumörkun stjórnvalda áður en júnímánuður …
Talsmaður neytenda kallar eftir skýrri stefnumörkun stjórnvalda áður en júnímánuður er á enda. Ómar Óskarsson

Stjórn­völd þurfa að taka strax af skarið og finna sátta­leið í kjöl­far tíma­móta dóms Hæsta­rétt­ar um geng­is­tryggð lán með aðkomu full­trúa neyt­enda. Þetta er mat Gísla Tryggva­son­ar, tals­manns neyt­enda, sem hef­ur ritað Gylfa Magnús­syni viðskiptaráðherra bréf þar sem hann legg­ur til leiðir að mark­inu.

Bréfið er hér aðgengi­legt í heild sinni í viðhengi en þar ger­ir Gísli ít­ar­lega grein fyr­ir sjón­ar­miðum sín­um. Hann hvet­ur fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki til að forðast að skapa frek­ari ólgu í þjóðfé­lag­inu. 

„Ég legg til að fjár­mála­fyr­ir­tæki falli frá því að rukka sam­kvæmt óbreytt­um samn­ing­um um næstu og þar næstu mánaðamót. Þannig forðumst við ólgu út af því enda hafa sum­ir neyt­end­ur lýst því yfir að þeir muni ekki greiða fyr­ir reikn­inga um næstu mánaðamót,“ seg­ir Gísli sem tel­ur stjórn­völd verða að hafa hraðar hend­ur.

„Það er mik­il tog­streita á milli tveggja sjón­ar­miða þar sem því er ann­ars veg­ar haldið fram að beita skuli eðli­leg­um laga­regl­um sem vernda neyt­end­ur og eiga að tryggja að ekk­ert komi í staðinn fyr­ir þá geng­ismiðun sem var dæmd ólög­mæt, svo það sé ekki hægt að hlutast til um mál neyt­enda, hvorki af hálfu lög­gjaf­ans eða annarra um efni gild­andi samn­inga.

Svo hins veg­ar hafa ábend­ing­ar borist úr ýms­um átt­um und­an­farið að ef sú verði raun­in verði þjóðfé­lags­leg sátt rof­in, að mynduð verði djúp gjá á milli tveggja hópa. Þetta er sjón­ar­miðið að ekki skuli hrófla við samn­ing­um ell­egar beri fólk með verðtryggð lán skarðan hlut frá borði miðað við hina.“

Tvær leiðir

- Hver er leiðin að þjóðarsátt­inni sem þú kall­ar eft­ir?

„Ég tel mig ekki vera bú­inn að finna hina einu réttu efn­is­legu niður­stöðun en er engu að síður að leggja til far­veg eins og ég gerði í fyrra sem fel­ur ann­ars veg­ar í sér víðtæka sátt um niður­stöðuna eða gerðardóms­lausn eins og ég lagði til í fyrra,“ seg­ir Gísli Tryggva­son.

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggva­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert