Talið hafa náð ákveðnu hámarki

Skaftárhlaupið sem hófst í gær hefur sennilega náð hámarki sínu.
Skaftárhlaupið sem hófst í gær hefur sennilega náð hámarki sínu. mbl.is/Jónas Erlendsson

Samkvæmt upplýsingum frá vantamælingum Veðurstofu Íslands er talið að Skaftárhlaupið sem hófst í gær hafi nú þegar náð ákveðnu hámarki. Ekki er gert ráð fyrir því að hlaupið eigi eftir að vaxa mikið til viðbótar en þó er enn ekki hægt að útiloka alfarið að það gerist enda fordæmi fyrir öðru.

„Við vitum samt í sjálfu sér ekki hvort þetta getur enn vaxið því það hefur gert það í fyrri flóðum. Það hefur komist upp á ákveðinn stall og síðan vaxið aðeins meira. En við eigum samt ekki von á því að þetta vaxi neitt mikið til viðbótar,“ sagði Óðinn Þórarinsson hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka