Berðu saman verð á símtölum

Neytendur geta nú kannað hvar er ódýrast fyrir þá að …
Neytendur geta nú kannað hvar er ódýrast fyrir þá að hringja Reuters

Póst- og fjarskiptastofnun kynnti í dag nýja reiknivél fyrir neytendur þar sem þeir geta sjálfir borið saman hagstæðustu lausnir fyrir síma og niðurhal miðað við áætlaða meðalnotkun sína.

Hin nýja Reiknivél PFS tekur til algengustu innanlandsnotkunar á heimasíma og farsíma og niðurhals á gögnum erlendis frá með ADSL tengingum.

Talsmaður neytenda fagnar þessu framtaki Póst- og fjarskiptastofnunar sem er til þess fallið að bæta í raun hag neytenda á þessum mikilvæga markaði um mun og stuðla að virkari samkeppni og gegnsæjari verðmyndun og verðkynningu af hálfu fyrirtækjanna, að því er fram kemur á vef talsmanns neytenda.

„Tekið skal fram að pakkatilboð eru ekki tekin með í þessari nýju þjónustu enda eru pakkar ósambærilegir og auk þess til þess fallnir að draga úr samkeppni og slæva verðskyn neytenda. Ekki er heldur gert ráð fyrir að reiknivélin sé notuð til að sannreyna símareikninga einstakra neytenda enda geta einstaklingsbundin sérkjör s.s. vinanúmer og notkun hvers um sig ruglað myndina. Auk þess sem eru reikningar fjarskiptafyrirtækja mismunandi," segir á vef talsmanns neytenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert