„Ég tel að þetta muni hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags fasteignasala um áhrif dóms Hæstaréttar. Hún telur að niðurstaða dómsins muni hafa þau áhrif að þeir sem áður voru sligaðir af gengistryggðum afborgunum, hvort sem var af bílum eða öðru, muni nú geta tekið þátt í fasteignamarkaðnum.
Hún segir næsta skref vera að afnema verðtryggingu með öllu.
„Verðtryggingin hefur hækkað lánin um fimmtíu prósent á sex árum,“ segir Ingibjörg og kveður trygginguna vera óréttláta í garð lántaka.