Í ljósi þess að forsætisráðherra Bretlands hefur lýst því yfir að ESB verði beitt gegn Íslandi í IceSave deilunni og þar sem að lágmarki 58% þjóðarinnar eru andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið skorar stjórn Sjálfstæðisfélagsins Baldurs í Kópavogi á Alþingi að draga aðildarumsókn Íslands að sambandinu tafarlaust til baka.
Þetta kemur fram í ályktun frá Baldri.