Bílvelta á Húsavík

Húsavíkurkirkja og Bjarnahús.
Húsavíkurkirkja og Bjarnahús. mynd/Sighvatur Karlsson

Par frá Hong Kong slapp með skrekkinn þegar bíll þeirra valt við gatnamót Aðaldalsvegar og hringvegarins um tvöleytið í dag er þau voru á leið frá Húsavík til móts við Goðafoss um Fljótsheiði.

Parið missti stjórn á bílnum út í hægri kant og sveigði honum aftur inn á veg þannig að hann þaut stjórnlaust af veginum og valt.

Parið var á Ford Escape jeppa en slapp með skrámur.

Lögreglan á Húsavík segir aðeins um mánuð liðinn frá því að erlendir ferðamenn lentu í sambærilegu slysi í Ljósavatnsskarði.

Þá slapp kona með skrámur eftir að erlent par velti bíl á Snæfjallaströnd í gær.

Kvaðst parið aldrei hafa séð aðra eins óbundna vegkanta og þar sem óhappið varð en því brá við að lenda í lausamöl, með fyrrgreindum afleiðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert