Bílvelta á Húsavík

Húsavíkurkirkja og Bjarnahús.
Húsavíkurkirkja og Bjarnahús. mynd/Sighvatur Karlsson

Par frá Hong Kong slapp með skrekk­inn þegar bíll þeirra valt við gatna­mót Aðal­dals­veg­ar og hring­veg­ar­ins um tvöleytið í dag er þau voru á leið frá Húsa­vík til móts við Goðafoss um Fljóts­heiði.

Parið missti stjórn á bíln­um út í hægri kant og sveigði hon­um aft­ur inn á veg þannig að hann þaut stjórn­laust af veg­in­um og valt.

Parið var á Ford Escape jeppa en slapp með skrám­ur.

Lög­regl­an á Húsa­vík seg­ir aðeins um mánuð liðinn frá því að er­lend­ir ferðamenn lentu í sam­bæri­legu slysi í Ljósa­vatns­skarði.

Þá slapp kona með skrám­ur eft­ir að er­lent par velti bíl á Snæfjalla­strönd í gær.

Kvaðst parið aldrei hafa séð aðra eins óbundna veg­kanta og þar sem óhappið varð en því brá við að lenda í lausa­möl, með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert