Dómur vegna Icesave gæti legið fyrir 2011

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrifstofur EFTA í Brussel.

Fallist Eftirlitsstofnun EFTA ekki á rök Íslands í EFTA-málinu kann málið á endanum að fara fyrir EFTA-dómstólinn. Gera má ráð fyrir að niðurstaða hans gæti legið fyrir eftir um eitt og hálft ár.

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, sendi í lok maí áminningarbréf til íslenskra stjórnvalda en í því kom fram að niðurstaða ESA væri sú að Ísland væri skuldbundið til að greiða lágmarkstryggingu til þeirrra sem áttu innistæður á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi. Íslensk stjórnvöld hafa tveggja mánaða frest til að svara áminningarbréfinu.

Samningsbrotamál ættu að jafnaði að vera komin fyrir EFTA-dómstólinn innan árs frá því að til þeirra er stofnað af hálfu ESA. Málsmeðferð fyrir dómstólnum tekur að meðaltali eitt ár, en gæti gengið greiðar fyrir sig, allt eftir umfangi mála, að þvíæ er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert