Tveir friðargæsluliðar til Kabúl

Frá Kabúl.
Frá Kabúl. Reuters

Tveir friðargæsluliðar á vegum Íslensku friðargæslunnar, Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisþjónustunni, og Guðrún S. Þorgeirsdóttir, sérfræðingur frá Varnarmálastofun, eru í þann mund að hefja störf hjá fjölþjóðaliðinu (ISAF) í Kabúl í Afganistan.

Um leið lætur Friðrik Jónsson, sendráðunautur, af störfum hjá fjölþjóðaliðnu, en hefur verið ráðinn til UNAMA, hjálparliðs Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þorbjörn tekur við starfi Friðriks sem aðstoðarsviðsstjóri þróunarmála hjá fjölþjóðaliðinu (ISAF) í Kabúl. Fyrir utan almenna stjórnun felst starfið í því að fylgjast með því sem er að gerast á sviði þróunarmála í landinu og upplýsa yfirstjórn alþjóðaliðsins um gang mála á þeim vettvangi.

Starfskyldur Þorbjörns ná einnig til kynningarmála, bæði gagnvart yfirstjórninni og fjölmiðlum. Einnig annast hann samskipti við sendiráð erlendra ríkja í landinu a sviði þróunarmála og er tengiliður við þróunarmáladeild UNAMA, hjálparliðs Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sem starfar náið með fjölþjóðaliðinu.

Guðrún mun einnig sinna þróunarmálum, einkum félagslegri aðstoð, á vegum fjölþjóðaliðsins.

Íslenska friðargæslan mannar 5 stöður í Afganistan.

Friðargæsluliðarnir munu starfa með fjölþjóðaliðinu (ISAF) í Kabúl. Myndin er …
Friðargæsluliðarnir munu starfa með fjölþjóðaliðinu (ISAF) í Kabúl. Myndin er úr safni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka