Fundað um áhrif dóma og óvissu

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/GSH

Viðskiptaráðherra, bankastjórar viðskiptabankanna, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og aðrir aðilar sem dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lánasamninga sneru að, funduðu í gær um áhrif dómanna og hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda í kjölfar þeirra.

Stjórnvöld vinna nú að því að safna upplýsingum svo taka megi ákvörðun um leiðréttingu lánanna til að eyða þeirri óvissu sem fjármögnunarfyrirtækin telja sig vera í.

„Efni fundarins var augljóslega viðbrögð við dómi Hæstaréttar og hvernig á að draga úr þeirri óvissu. Það var svosem engin ákvörðun tekin og engin niðurstaða fengin í þeim skilningi en menn skiptust á skoðunum og upplýsingum. Þessi fundur var gagnlegur og skýrði, að mínu mati, stöðuna aðeins. Þetta er liður í því að finna einhverja viðunandi lausn sem hægt er að lifa við þangað til Hæstiréttur hefur skorið úr um þau atriði sem enn standa úti alveg óleyst,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra eftir fundinn í gær.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka