Endanlega er úti um áætlanir ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að hefja innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda næsta haust.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í gær að við úthlutun aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár, sem hefst 1. september, verði byggt á núgildandi lögum.
Starfshópur um endurskoðun fiskveiðilöggjafar mun að líkindum skila álitsgerð innan mánaðar, segir sjávarútvegsráðherra. „Ég bind miklar vonir við að hópurinn skili góðu starfi sem verður grundvöllur að breytingum á stjórn fiskveiða í þá veru sem stjórnvöld vilja, en einnig næst góð sátt um.“