Taka stöðu gegn almenningi

Gengislánin eru nú í brennidepli.
Gengislánin eru nú í brennidepli. Friðrik Tryggvason

„Þetta er áfram­hald á gamla Íslandi þar sem rík­is­valdið og fjár­mála­stofn­an­ir taka sam­eig­in­lega stöðu gegn al­menn­ingi í land­inu. Það er ekk­ert öðru­vísi,“ seg­ir Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, um hvernig hon­um finn­ist viðbrögð stjórn­ar­inn­ar við geng­is­dómn­um ríma við kröf­una um „nýja Ísland“.

Eins og frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins hef­ur greint frá er Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra þeirr­ar skoðunar að óraun­hæft sé að verða við ítr­ustu kröf­um þeirra sem tóku geng­islán og horfa nú til niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í þess­um efn­um.

Blekk­ing­ar­leik­ur ráðherra 

En hvaða skoðun hef­ur Þór á því sjón­ar­miði Gylfa að ef þessi leið verði far­in muni skatt­greiðend­ur á end­an­um þurfa að greiða fyr­ir hana?

„Það er ekki rétt hjá hon­um. Það er tóm blekk­ing. Hvers vegna ættu skatt­greiðend­ur að borga fyr­ir hana. Það hef­ur komið fram á nefnd­ar­fund­um að þessi leið geti orðið dýr og að hún muni hugs­an­lega setja fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­in á haus­inn nema eig­end­ur þeirra leggi fram meira eig­in­fé. Og hún mun hugs­an­lega setja einn banka á haus­inn nema eig­end­ur hans leggi fram meira eig­in­fé,“ seg­ir Þór sem vís­ar til setu sinn­ar í efna­hags- og skatta­nefnd.

„Þannig að það er ekk­ert í spil­un­um sem seg­ir að þessi leið muni verða skatt­borg­ur­um dýr. Hún get­ur hugs­an­lega orðið það ef ríkið ætl­ar að fara að leggja fé í púkið sem þarf senni­lega ekki að gera með Lands­bank­ann því hann stend­ur þetta af sér. Og ríkið á lít­inn hlut í hinum bönk­un­um, um 10%, að mig minn­ir.“ 

- Gylfi tel­ur að það verði að koma til eig­in­fjárstyrk­ing verði þessi leið á annað borð far­in og að hún verði að koma frá rík­inu. Hvernig bregstu við þeim orðum?

„Það er ekki víst að það þurfi að koma til eig­in­fjárstyrk­ing. Það er það sem hef­ur komið fram á þess­um nefnd­ar­fund­um og meira segja í morg­un með fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækj­un­um. Þannig að þarna er Gylfi bein­lín­is að blekkja.“

Sömu viðbrögð og í Ices­a­ve-mál­inu

- Hvers vegna ætti hann að vera að blekkja?

„Af því að hann er þeirr­ar skoðunar að það eigi ekki að fara þessa leið. Þetta er póli­tísk afstaða Sam­fylk­ing­ar og rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er al­veg ná­kvæm­lega sömu viðbrögð og hann og ráðherr­ar í rík­is­stjórn­inni beittu í Ices­a­ve-mál­inu. Þeir halda fram póli­tísk­um sjón­ar­miðum sem þeim hent­ar. Mér finnst satt að segja ógeðslegt að horfa upp á þetta því að þeir varpa fram hér mis­vís­andi og röng­um upp­lýs­ing­um í póli­tísk­um til­gangi.“

Þór undr­ast um­mæli viðskiptaráðherra.

„Það sem hann er að segja er að það gangi ekki upp að vext­irn­ir í samn­ing­un­um verði látn­ir gilda. Ég átta mig nú ekki á því með hvaða hætti ráðherra í rík­is­stjórn Íslands get­ur hafnað því að hlíta niður­stöðu Hæsta­rétt­ar.

Viðbrögð Gylfa ein­kenn­ast líka af því að hann er að fram­fylgja stefnu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á Íslandi, sjóðs sem er hliðholl­ur fjár­magnseig­end­um en er and­stæður al­menn­ingi,“ seg­ir Þór Sa­ari þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar.

Þór Saari.
Þór Sa­ari. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert