Tilraunir til að ná sátt um málamiðlunartillögu sem feli í sér takmarkaðar hvalveiðar, hafa runnið út í sandinn á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fer fram í Marokkó. Aðildarríki ráðsins hafa óskað eftir því að málið verði sett á ís áður en viðræður geti hafist á ný.
„Tillagan sem var lögð fram fyrir fundinn er dauður bókstafur,“ sagði Gert Lindermann, aðalfulltrúi Þýskalands í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
„Við erum sammála um nauðsyn þess að „kæla málið“ í þeim tilgangi að komast að því hvort það sér raunverulegur vilji til að komast að málamiðlun,“ sagði hann í samtali við AFP.
„Þið verðið að setja þetta skjal til hliðar að svo stöddu,“ að aðalsamningamaður Brasilíumanna, Fabio Pitaluga, við formann ráðsins á fundinum. Sl. tvo daga hafa verið stíf fundarhöld á bak við luktar dyr. „Við þurfum hlé,“ sagði Pitaluga.