Býður sig fram í varaformannsembættið

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Lára Óskars­dótt­ir hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í embætti vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í sam­tali við mbl.is seg­ir Lára að hún hafi tekið ákvörðun um fram­boðið í gær og seg­ir því ekki endi­lega beint gegn Ólöfu Nor­dal sem einnig hef­ur boðið sig fram.  Held­ur telji hún eðli­legt að kosið sé á milli ein­stak­linga í stað þess að sjálf­kjörið sé í embætti flokks­ins.

Lára hef­ur starfað lengi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og er fé­lagi í hverfa­sam­tök­um hans í Lauga­nes­hverf­inu.

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hefst á morg­un klukk­an 16 með ávarpi for­manns, Bjarna Bene­dikts­son­ar. Eng­inn hef­ur boðið sig fram gegn sitj­andi for­manni en ekki þarf að til­kynna fyr­ir­fram um fram­boð. 

Tvær kon­ur, Lára Óskars­dótt­ir og Ólöf Nor­dal, hafa boðið sig fram í embætti vara­for­manns en eins og fram hef­ur komið sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir af sér embætt­inu í vor. 

Kjör for­manns hefst klukk­an 13:30 á laug­ar­dags­morg­un en vara­for­manns­kjörið fer fram  klukk­an 15.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert