Býður sig fram í varaformannsembættið

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Lára Óskarsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við mbl.is segir Lára að hún hafi tekið ákvörðun um framboðið í gær og segir því ekki endilega beint gegn Ólöfu Nordal sem einnig hefur boðið sig fram.  Heldur telji hún eðlilegt að kosið sé á milli einstaklinga í stað þess að sjálfkjörið sé í embætti flokksins.

Lára hefur starfað lengi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er félagi í hverfasamtökum hans í Lauganeshverfinu.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun klukkan 16 með ávarpi formanns, Bjarna Benediktssonar. Enginn hefur boðið sig fram gegn sitjandi formanni en ekki þarf að tilkynna fyrirfram um framboð. 

Tvær konur, Lára Óskarsdóttir og Ólöf Nordal, hafa boðið sig fram í embætti varaformanns en eins og fram hefur komið sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir af sér embættinu í vor. 

Kjör formanns hefst klukkan 13:30 á laugardagsmorgun en varaformannskjörið fer fram  klukkan 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert