Enginn gerði neitt

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gagnrýnir ráðherrana Gylfa Magnússon og Steingrím J. Sigfússon harðlega á bloggsíðu sinni fyrir að ráðuneyti þeirra hafi brugðist seint og illa við yfirvofandi dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán.

Eygló bendir á að stuttu eftir úrskurð Héraðsdóms hafi hún flutt frumvarp um breytingar á lögum til að flýta meðferð mála er tengist gengistryggðum lánum en það mál liggi í dvala í allsherjarnefnd.

Hún segir að ítrekað hafi ráðherrarnir hafi verið spurðir hvort ráðuneytin gerðu sér grein fyrir að vafi léki á lögmæti gengistryggðra lána en hvorugt ráðuneytanna hafi valið að afla sér lögfræðiálits. En enginn hafi gert neitt.

„Það virðist algjörlega hafa komið þeim í opna skjöldu að Hæstiréttur skyldi dæma í samræmi við þann texta sem kom fram í lögum um vexti og verðtryggingu.“

Líkir Eygló þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda, FME og Seðlabankans við ráðaleysið við hrun bankanna 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka