Íslandsbanki mun áfram uppfylla eiginfjárkröfu

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Golli

Fari svo að öll lán í er­lend­um mynt­um til ein­stak­linga verði dæmd ólög­leg gæti nafn­v­irði slíkra krafna Íslands­banka á viðskipta­vini lækkað tölu­vert. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um bank­ans yrðu hugs­an­leg áhrif þess á eigið fé bank­ans ekki meiri en svo að bank­inn myndi áfram upp­fylla eig­in­fjár­kröf­ur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Þeir sem hafa nýtt sér úrræði hafa ekki fyr­ir­gert rétti sín­um

„Íslands­banki hef­ur á síðustu dög­um farið vand­lega yfir dómsniður­stöðu Hæsta­rétt­ar vegna geng­is­tryggðra bíla­lána og metið hugs­an­leg áhrif Hæsta­rétt­ar á eigið fé Íslands­banka.   Fari svo að öll lán í er­lend­um mynt­um til ein­stak­linga verði dæmd ólög­leg gæti nafn­v­irði slíkra krafna bank­ans á viðskipta­vini lækkað tölu­vert.

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um bank­ans yrðu hugs­an­leg áhrif þess á eigið fé bank­ans ekki meiri en svo að bank­inn myndi áfram upp­fylla eig­in­fjár­kröf­ur FME. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var við lok árs 2009 19,8% en kröf­ur FME kveða á um 16% eig­in­fjár­hlut­fall sem er nokkuð hærra en ger­ist í ná­granna­lönd­um okk­ar.

Í ljósi mik­ill­ar óvissu í kjöl­far Hæsta­rétt­ar­dóms um að geng­is­trygg­ing­ar­á­kvæði bíla­samn­inga væri ólög­mætt tel­ur Íslands­banki brýnt að skorið verði úr um lög­mæti og upp­gjörs­for­send­ur annarra slíkra lána til ein­stak­linga fyr­ir dóm­stól­um sem allra fyrst.

Íslands­banki hef­ur áður lýst því yfir að þeir viðskipta­vin­ir sem þegar hafa nýtt sér úrræði bank­ans vegna geng­is­tryggðra bíla­lána hafa ekki fyr­ir­gert mögu­leg­um betri rétti sín­um leiði niðurstaða Hæsta­rétt­ar eða stjórn­valda til hag­felld­ari niður­stöðu," seg­ir í til­kynn­ingu frá Íslands­banka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert