Krefjast endurgreiðslu frá fjármögnunarfyrirtækjunum

>Samtök iðnaðarins hafa sent fjármögnunarfyrirtækjum bréf þar sem þau krefjast þess að fyrirtækin greiði til baka eða lækki höfuðstól þeirra lánasamninga, sem voru gengistryggðir með þeim hætti sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmætt.

 „Dómar Hæstaréttar í málum nr. 92/ og 153/2010 frá því í síðustu viku varða fjölmarga félagsmenn Samtaka iðnaðarins, ekki síst í mannavirkjagreinum

Samtök iðnaðarins, fyrir hönd félagsmanna sinna, gera þá kröfu að fjármögnunar­fyrirtækin, Lýsing, SP-fjármögnun, Avant og eftir atvikum önnur fjármálafyrirtæki greiði til baka eða lækki höfuðstól þeirra lánasamninga, sem voru gengistryggðir með þeim hætti sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmætt.

Þá ætlast SI til þess að þessi sömu fyrirtæki geri félagsmönnum SI grein fyrir á hvern hátt þau ætli að bæta þeim afleitt tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna þessara lánasamninga.

SI óska eftir því við fjármálafyrirtækin að þau leggi fram áætlun innan viku um hvernig þau hyggjast bregðast við kröfu Samtaka iðnaðarins."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert