Lögreglan á Akureyri óskaði eftir því upp úr klukkan sjö í morgun að hjálparsveitin Dalbjörg færi til aðstoðar við sjö ungmenni sem voru á leið upp í Laugafell. Ungmennin höfðu farið á einum fólksbíl upp í Laugafell á Sprengisandsleið í gærkvöldi. Þegar þau voru á leiðinni heim aftur sprakk í tvígang á bifreiðinni og kom gat á bensíntankinn þannig að lengra vildi bíllinn ekki.
Á vef Dalbjargar kemur fram að ungmennin hafi verið sótt en þá voru þau komin í Eyjafjarðardal köld og hrakin. Vefur Dalbjargar